Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur starfsleyfi á grundvelli Evrópureglugerðar um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (CSDR-reglugerðin). Þátttaka hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er opin öllum aðilum sem hafa starfsleyfi til að veita vörsluþjónustu eða lánastofnunarþjónustu.

Samkvæmt reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er þátttakandi hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð lögaðili sem hefur rétt til þátttöku í einu eða fleiri uppgjörskerfum verðbréfamiðstöðvarinnar og gegnir hlutverki reikningsstofnunar og mögulega einu eða fleiri af eftirfarandi hlutverkum:

umsjónaraðili reiðufjár (e. Cash Agent)
umboðsaðili útgefanda (e. Issuer Agent)
 umsjónaraðili sjóðs (e. Fund Administrator).

Hafðu samband við okkur fyrir upplýsingar um umsókn og þátttöku að Nasdaq verðbréfamiðstöð og skilyrði fyrir henni á netfangið csd.iceland@nasdaq.com eða í síma 540 5500.