Þátttakandi í Nasdaq CSD sem er með starfsleyfi sem umsjónaraðili sjóðs:

  • ber ábyrgð á samskiptum við Nasdaq CSD fyrir hönd rekstraraðila sjóðsins,
  • hefur rétt sem þátttakandi í Nasdaq CSD til að gefa fyrirmæli um sérstakan útgáfureikning til að auka magn hlutdeildarskírteina í umferð (útgáfa eða áskrift) eða minnka það (innlausn),
  • verður einnig að gegna hlutverki reikningsstofnunar við miðlun uppgjörsfyrirmæla til Nasdaq CSD (áskrift og/eða innlausn hlutdeildarskírteina í opnum (e. open-ended) sjóðum).