Hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er haldið utan um íslenskar verðbréfaeignir með rafrænni skráningu og rafrænu framsali frá einum fjárfesti til annars. Skráning hlutabréfa í Nasdaq verðbréfamiðstöð eykur gagnsæi og trúverðugleika útgefanda bréfanna og veitir honum fleiri tækifæri til að kynna sig fyrir almenningi, lánveitendum og erlendum fjárfestum. Miðlægt, rafrænt skráningarkerfi gerir eigendum fyrirtækja, stjórnendum þeirra og þriðju aðilum með tilskilin réttindi kleift að fylgjast auðveldlega með eignarhaldi fyrirtækisins og öllum breytingum þar á. Þá gerir rafræn skráning verðbréfin tiltæk til veðsetningar fyrir lánum eða öðrum skuldbindingum.

Auk skráningarþjónustu veitir Nasdaq verðbréfamiðstöð útgefendum þjónustu í tengslum við fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingar um hluthafa, tölfræðilegar upplýsingar, úthlutun auðkennisnúmera o.fl.

Skráning verðbréfa tryggir að eignarréttindi hluthafa séu framfylgjanleg, eykur öryggi og traust á meðal fjárfesta, samstarfsaðila og fjármálastofnana. Fyrirtæki með verðbréf sín skráð hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð geta sparað sér tíma og kostnað við sölu og veðsetningu bréfanna. Rafræn eignaskráning jafngildir lögbókun eignarskráningar sem þýðir að stjórnendur félagsins þurfa ekki að halda hlutaskrá eða hluthafalista.

Lesa meira um utanumhald hluthafalista hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

Hafðu samband við okkur hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fyrir upplýsingar um rafræna skráningu verðbréfa á netfangið csd.iceland@nasdaq.com eða í síma 540 5500.