AF HVERJU AÐ SKRÁ VERÐBRÉF HJÁ NASDAQ VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ?
Viltu losna við umstangið sem fylgir því að halda utan um hluthafaskrá? Ertu að hugsa um að skrá félagið á skipulegan verðbréfamarkað? Það geta verið margar ástæður fyrir útgáfu verðbréfa í verðbréfamiðstöð, en umsóknarferlið er alltaf það sama.
Þegar verðbréf hefur verið skráð hjá okkur fer varsla verðbréfanna og skráning eignarréttinda alfarið fram í verðbréfakerfi okkar.
Rafræn skráning minnkar verulega vinnuálag á stjórnendur félagsins og eykur öryggi upplýsinga.
Allar fyrirtækjaaðgerðir og tengd þjónusta eins og arðgreiðslur verða miklu einfaldari í framkvæmd.
Hægt er að skrá hlutabréf, skuldabréf, sjóði, réttindi, áskriftarréttindi og valrétti hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.
TRÚVERÐUGLEIKI OG ÖRYGGI
Hlutabréf félagsins og listi yfir hluthafa er skráð í verðbréfakerfi okkar og eigandi nýtur þannig lögvarinna réttinda.
Viðskiptavinur fær aðgang að hluthafaskrá síns félags í gegnum ESIS, hluthafakerfi Nasdaq.
Allar hreyfingar verðbréfanna eru sýnilegar útgefanda í hluthafakerfinu aðeins 30 mínútum eftir að þær eru framkvæmdar.
SÆKJA UM RAFRÆNA SKRÁNINGU HJÁ NASDAQ VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ
Hafið samband við tengilið hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð á csd.iceland@nasdaq.com fyrir upplýsingar um rafræna skráningu verðbréfa.