Einföld, stöðluð og örugg leið til að dreifa arðgreiðslum frá útgefanda til eiganda

Þú þarft einungis að fylla út beiðni hér og Nasdaq verðbréfamiðstöð sér um allt hitt.

SVONA VIRKA ARÐGREIÐSLUR MEÐ NASDAQ VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ*

  • Útgefandi sendir inn beiðni um framkvæmd arðgreiðslu til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar
  • Nasdaq verðbréfamiðstöð skráir og reiknar upp arðgreiðslu
  • Niðurbrot arðgreiðslu á eigendur verður sýnileg
  • Útgefandi greiðir til viðskiptabanka á greiðsludegi
  • Viðskiptabanki staðfestir greiðslu við Nasdaq verðbréfamiðstöð
  • Arðgreiðsla fer í gegnum uppgjör hjá Seðlabanka Íslands

 

LYKILDAGSETNINGAR:

Viðskipti án arðsréttinda  hefjast daginn eftir arðsákvörðunardag (yfirleitt aðalfundardagur).
Aðilar tilgreindir í hluthafaskrá í lok viðmiðunardags fá greiddan arð.  Hafi viðskipti átt sér stað á eða eftir arðleysisdag og kaupandi og seljandi hafa komið sér saman um að uppgjör fari fram á viðmiðunardegi, fær kaupandinn greiddan arð þó hann eigi ekki rétt á honum enda sé reglan um arðleysisdag viðskipta í gildi.  Í þeim tilfellum verða hluthafar, eða eftir atvikum vörsluaðilar hluthafa, að sækja réttinn sín á milli (e. dividend claim).