Nasdaq CSD veitir alla kjarnaþjónustu verðbréfamiðstöðva, sem er þrenns konar:

  • Eignarskráning (frumskráning verðbréfa),
  • Miðlæg varsla (varsla verðbréfareikninga á efsta stigi) og
  • Uppgjörsþjónusta (uppgjör verðbréfa og peninga).

Evrópskar verðbréfamiðstöðvar standa frammi fyrir nýjum reglum og breytingum á uppbyggingu markaða, sem hafa veruleg áhrif á eftir-viðskiptaumhverfið. Þar á meðal eru breytingar á m arkaðsinnviðum, tækni og ferlum.

Viðskiptalíkan Nasdaq CSD byggir á eftirfarandi meginþáttum, sem miða að því að bæta þjónustuna og uppfylla allar kröfur:

  • Samræmdri starfsemi fjögurra sameinaðra verðbréfauppgjörskerfa í fjórum lögsögum í samræmi við ESB-kröfur um stjórnarhætti, rekstur og tækni; tengingu við TARGET2-Securities (T2S) uppgjörskerfið; samnýttum og skilvirkum innviðum og rekstri; starfsleyfi í samræmi við ESB-reglugerðina um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar („CSDR-reglugerðina“),
  • Þróun nýrrar þjónustu og afurða á núverandi mörkuðum og hágæðaþjónustu fyrir viðskiptavini, útvíkkun eignaþjónustu fyrir verðbréf í hverju landi, meira úrvali markaða og eigna fyrir markaðsaðila, uppbyggingu og nýtingu á nýjum tengingum við alþjóðlegar og aðrar verðbréfamiðstöðvar.