Samtengingar milli Nasdaq CSD og annarra verðbréfamiðstöðva veita þátttakendum í Nasdaq CSD aðgengi að verðbréfum sem skráð eru í hinar verðbréfamiðstöðvarnar. Með slíkum samtengingum getur Nasdaq CSD haldið utan um eignir utan heimamarkaðarins og veitt þátttakendum í hverju landi aðgang að viðkomandi mörkuðum.

Nasdaq CSD hefur að leiðarljósi að tryggja að markaðir sínir njóti góðs af samevrópska T2S verðbréfauppgjörskerfinu. Stefnt er að því að efla og útvíkka rekstrarlega gagnvirkni við aðrar evrópskar innviðastofnanir til að veita alþjóðlega virkum fjárfestum og markaðsaðilum víðtækari þjónustu og auka markaðsaðgengi erlendra fjárfesta.

Með uppbyggingu tengslanets við evrópskar verðbréfamiðstöðvar leitast Nasdaq CSD við að bæta aðgengi fjárfesta að eignaþjónustu um alla Evrópu.

Nasdaq CSD hefur tryggt sér einhliða samtengingar við eftirfarandi erlendar verðbréfamiðstöðvar:

Í framtíðinni kann Nasdaq CSD að koma á nýjum samtengingum við erlendar verðbréfamiðstöðvar, allt eftir viðskiptalegum þörfum og í samræmi við CSDR-reglugerðina og gildandi lög.