Nasdaq CSD SE (Societas Europaea) rekur verðbréfamiðstöðvar í Eystrasaltsríkjunum þremur og á Íslandi.

Fyrirtækið veitir margháttaða verðbréfaþjónustu og rekur eftirviðskiptainnviði fyrir þátttakendur í öllum þessum fjórum mörkuðum. Nasdaq CSD er ein af grunnstoðum þessara fjármálamarkaða sem miðlæg skráningarstöð hlutabréfa og annarra verðbréfa sem fyrirtæki og opinberir aðilar gefa út. Fyrirtækið hefur starfsleyfi samkvæmt reglugerð ESB um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (e. Central Securities Depositories Regulation eða CSDR) og lýtur eftirliti eistneskra, lettneskra, litháískra og íslenskra eftirlitsstofnana, sem starfa saman í samræmi við þá reglugerð. Verðbréfamiðstöðin er knúin með sjálfvirkri greiðslumiðlunartækni (e. straight-through processing technology eða STP) sem er tengd við samevrópska TARGET2-Securities (T2S) uppgjörskerfið.

Fyrirtækið veitir þátttakendum á öllum fjórum mörkuðum margháttaða verðbréfaþjónustu og sér þeim fyrir eftirviðskiptainnviðum.

Nasdaq CSD var stofnað með samruna eistnesku, lettnesku og litháísku verðbréfamiðstöðvanna árið 2017 í því markmiði að nýta þjónustuframboð þeirra að fullu á hinum síbreytilega markaði verðbréfamiðstöðva í Evrópu.

Í maí 2020 bættist Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. í hópinn og varð þá til enn stærri og öflugri verðbréfamiðstöð.

Nasdaq CSD SE (Societas Europaea) hefur starfsleyfi samkvæmt reglugerð ESB um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (e. Central Securities Depositories Regulation eða CSDR). Verðbréfamiðstöðin er búin nútímalegri tækni til sjálfvirkrar greiðslumiðlunar (e. straight-through processing eða STP) sem er tengd samevrópska TARGET2-Securities (T2S) uppgjörskerfinu.

Nasdaq CSD er: 

  • verðbréfamiðstöð með starfsleyfi lettneska fjármálaeftirlitsins (FKTK) til að veita þjónustu sína í Lettlandi samkvæmt CSDR-reglugerðinni og í Eistlandi, Litháen og á Íslandi gegnum útibú undir eftirliti þarlendra eftirlitsyfirvalda; auk þess er fyrirtækið skráningarstofa fyrir Miðlæga verðbréfaskrá Eistlands (EVK) gegnum útibú sitt þar í landi,
  • rekstraraðili eistneska verðbréfauppgjörskerfisins, sem lýtur eistneskum lögum og er tilkynningaskyldur gagnvart Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (ESMA) í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf (e. Settlement Finality Directive eða „SFD-tilskipunina“),
  • rekstraraðili íslenska verðbréfauppgjörskerfisins, sem lýtur íslenskum lögum og er tilkynningaskyldur gagnvart ESMA í samræmi við SFD-tilskipunina,
  • rekstraraðili lettneska verðbréfauppgjörskerfisins, sem lýtur lettneskum lögum og er tilkynningaskyldur gagnvart ESMA í samræmi við SFD-tilskipunina og
  • rekstraraðili litháíska verðbréfauppgjörskerfisins, sem lýtur litháískum lögum og er tilkynningaskyldur gagnvart ESMA í samræmi við SFD-tilskipunina.

Nasdaq CSD starfrækir áreiðanleg, örugg og skilvirk verðbréfauppgjörskerfi. Verklags- og starfsreglur Nasdaq CSD eru skýrar og gagnsæjar, sem gerir þátttakendum í verðbréfamiðstöðvum fyrirtækisins kleift að bregðast við og stýra þeirri áhættu sem fylgir því að starfrækja og nota uppgjörskerfi. Nasdaq CSD er í eigu Nasdaq Inc., alþjóðlegs tæknifyrirtækis sem veitir verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugreinum fjölbreytilega viðskipta- og eftirviðskiptaþjónustu og sér þeim fyrir markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði o.fl.