Af hverju að skrá verðbréf hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð?

Kostir rafrænnar skráningar:

Hagkvæmni

Einföld og skilvirk lausn sem dregur úr umsýslu og kostnaði

Aðgangur að fjármagnsmörkuðum

Öruggur og skilvirkur aðgangur að innlendum og evrópskum fjármagnsmörkuðum og greiður aðgangur erlendra fjárfesta gegnum tengingar okkar við erlendar fjármálastofnanir, svo sem Clearstream

Rauntíma upplýsingar um fjárfesta

Rauntímaaðgangur að eignarhalds- og fjárfestagögnum, sem gerir þér kleift að greina hegðun fjárfesta

Þjónusta út líftíma verðbréfa

Sérsniðinn stuðningur og ráðgjöf út líftíma verðbréfanna

Fyrirtækjaaðgerðir

Stöðluð og skilvirk framkvæmd fyrirtækjaaðgerða, svo sem hlutafjárbreytingum, arðgreiðslu, afborgun og endurskipulagningu fyrirtækja

Skil á hlutafjármiðum

Auðveld skil á hlutafjármiðum til Ríkisskattstjóra

Varsla verðbréfa

Örugg varsla á eignum fjárfesta hjá traustum og hlutlausum aðila

Aukinn seljanleiki

Einfalt og öruggt uppgjör veitir fjárfestum aukinn seljanleika og lægri fjármögnunarkostnað

Örugg og skilvirk veðsetning

Örugg og skilvirk veðsetning verðbréfa gerir fjárfestum kleift að nýta betur eignir sínar á ýmsa vegu

Fjármögnun á eigin forsendum

Unnt er að haga lántöku frá fjárfestum eftir eigin forsendum ásamt því að tryggja öryggi, seljanleika og endurfjármögnunarmöguleika

Undanfari skráningar í Kauphöllinni

Skráning verðbréfanna í Nasdaq verðbréfamiðstöð er fyrsta skrefið þegar stefnt er að skráningu í Kauphöllinni

Í örum heimi viðskipta og tækniþróunar erum við stolt að geta boðið upp á örugga tækniumgjörð fyrir skráningu og utanumhald verðbréfa. Viðskiptavinir okkar njóta m.a. rauntímaaðgangs að upplýsingum um eigendur verðbréfa og breytingar á eignarhaldi, geta framkvæmt fyrirtækjaaðgerðir á staðlaðan hátt og notið annarra lausna sem auka hagkvæmni og minnka kostnað.“

Magnús Kristinn Ásgeirsson

Þegar verðbréfin hafa verið skráð

hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð eru þau tryggilega geymd á verðbréfareikningum í eigu fjárfestanna sem gerir þeim kleift að eiga í viðskiptum með þau og veðsetja þau á skilvirkan hátt.

Skráning í öruggri umgjörð hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð eykur gagnsæi og tryggir öryggi verðbréfanna gagnvart þér og fjárfestum þínum. Þetta eykur athafnaöryggi útgefandans, sem nýtur strax meiri tiltrúar fjárfesta og framtíðarfjárfesta, hvort sem er á innlendum eða alþjóðlegum mörkuðum.

Hverju verðbréfi er úthlutað ISIN-númeri, sem er alþjóðlega viðurkennt á meðal fjárfesta. Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur heimild til þess að úthluta ISIN númerum í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Íslandi.