Verðbréfamiðstöð Nasdaq – aðgengi að fjármálamörkuðum

Verðbréfamiðstöð Nasdaq þjónar innlendum og evrópskum viðskiptavinum og veitir aðgang að fjármálamörkuðum á Íslandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Stórfelld aukning almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum

Í tengslum við vel heppnað  og stærsta almenna hlutafjárútboð Íslandssögunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka varð gríðarmikil hreyfing á íslenska hlutabréfamarkaðnum, en töluverður fjöldi  almennra fjárfesta kom þá nýr inn.  

Fyrir útboð stóð heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem átti hlutabréf í skráðum félögum á Nasdaq Iceland og á reikningi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar í rúmlega 29.000 manns.  

Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar jókst fjöldinn verulega eftir útboðið eða í rúmlega 47.300 manns, sem þýðir að fjöldi þeirra einstaklinga sem á hlutabréf um þessar mundir hefur aukist um 63%. 

Lesa meira

Nasdaq verðbréfamiðstöð veitir þrenns konar kjarnaþjónustu:

Eignarskráning (frumskráning verðbréfa)

Miðlæg varsla verðbréfareikninga

Uppgjörsþjónusta

Við erum hluti Nasdaq samstæðunnar

Nasdaq verðbréfamiðstöð býður viðskipta- og eftirviðskiptaþjónustu og lausnir fyrir meira en 250 innviðastofnanir, eftirlitsaðila og markaðsaðila í meira en 50 löndum

7.700

Fjöldi skráðra verðbréfa

6.800

fjöldi útgefenda

>68. ma. evra

Virði í vörslu