Nasdaq CSD annast uppgjör verðbréfaviðskipta á grundvelli fyrirmæla þátttakenda í verðbréfauppgjörskerfinu auk þess að annast milligöngu um greiðslu vegna fyrirtækjaaðgerða.

 

Uppgjörsdagatal og upplýsingar um afgreiðslutíma má finna hér

 

Uppgjör í íslenska verðbréfauppgjörskerfinu

 

Uppgjör viðskipta og afgreiðsla fyrirtækjaaðgerða í íslenskum krónum fer fram í gengum undirreikninga þátttakenda í (CSD-LOM) í Millibankakerfi Seðlabanka Íslands.  Verðbréfauppgjörskerfið gerir upp og nettar (jafnar) öll fyrirmæli sem teljast tæk til uppgjörs í fimm uppgjörshringjum yfir daginn, sem lágmarkar fjárþörf uppgjörsaðila í hverjum hring.

Verðbréf gefin út í íslenskum krónum eru ekki aðgengileg til uppgjörs í T2S.

Uppgjör í verðbréfauppgjörskerfum Eystrasaltslanda

 

Pörun og uppgjöri er útvistað til T2S þegar um er að ræða T2S-hæf verðbréf en annars á uppgjör sér stað innan kerfis Nasdaq CSD. Verðbréfauppgjör Nasdaq CSD er framkvæmt í samræmi við reglur og rammasamning T2S

Nasdaq CSD annast uppgjör peningahluta DvP-viðskipta með T2S-hæf verðbréf gegnum sérstaka peningareikninga þátttakenda (e. Dedicated Cash Accounts eða DCAs) hjá Seðlabönkum Evrópu sem gera upp í T2S. Peningahluti DvP-viðskipta með verðbréf sem ekki eru T2S-hæf er gerður upp í gegnum peningareikning í Target2 (T2), sem er stórgreiðslukerfið sem evrukerfið (e. Eurosystem) á og starfrækir.