Stöðluð og skilvirk framkvæmd fyrirtækjaaðgerða

Hér fyrir neðan er að finna lista yfir algengustu fyrirtækjaaðgerðir hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Viðkomandi skjöl má finna á upplýsingasíðu okkar eða með því að smella hér

Fyrirtækjaaðgerðir hlutabréfa sem skráð eru hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð:

Arðgreiðslur

Peningaútgreiðslur til hluthafa í samræmi við eign þeirra, samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.

Útgáfa jöfnunarhlutabréfa / Sameining bréfa

Fjölgun eða fækkun hlutabréfa (stock split/reverse stock split) án breytingar á eigin fé eða heildarmarkaðsvirði hlutafjár félagsins.

Hlutafjárhækkun/-lækkun

Breyting á hlutafé með hækkun eða lækkun fjölda hlutabréfa.

Nafnbreyting

Breyting á lögheiti útgefanda og/eða heiti verðbréfanna.

Samruni

Vegna sameiningar eigna tveggja eða fleiri fyrirtækja.

Afskráning

Útgefandi óskar eftir að hlutabréf séu afskráð úr verðbréfamiðstöðinni.

Fyrirtækjaaðgerðir skuldabréfa sem skráð eru hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð:

Vaxtagreiðslur/Afborganir af höfuðstól

Greiðsla til skuldabréfaeigenda í hlutfalli við eign þeirra. Fyrir viðmiðunardag vaxtagreiðslu (e. record date) tilkynnir útgefandi Nasdaq verðbréfamiðstöð um væntanlega vaxtagreiðslu.

Umsóknareyðublað

Viðbótarútgáfa

Hækkun á útistandandi nafnverði skuldabréfa.

Umsóknareyðublað

Innlausn

Innlausn að hluta eða í heild fyrir eða á lokagjalddaga skuldabréfaútgáfu.

Umsóknareyðublað

Skilmálabreyting

Breytingu á skilmálum skuldabréfs.

Umsóknareyðublað

Skiptatilboð

Skipti á skuldabréfaeign fyrir önnur verðbréf og/eða reiðufé.

Umsóknareyðublað

Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar

    captcha