2017

Árið 2017 umbreyttum við uppgjöri viðskipta í Eystrasaltslöndunum með því að sameina verðbréfamiðstöðvarnar þrjár í þeim löndum og nýta þannig þau tækifæri sem fólust í Evrópureglugerð um verðbréfamiðstöðvar („CSDR-reglugerðin“). Á sama tíma varð Nasdaq CSD fyrsta verðbréfamiðstöðin í Evrópu til að hljóta starfsleyfi í samræmi við CSDR-reglugerðina.

2020

Árið 2020 sameinaðist Nasdaq verðbréfamiðstöð á Íslandi við Nasdaq CSD svo úr varð enn stærri, skilvirkari og öflugri verðbréfamiðstöð á alþjóðlegan mælikvarða. Með sameiningunni var alþjóðlegt verðbréfauppgjörskerfi innleitt sem gerði þátttakendum á markaði og útgefendum verðbréfa kleift að njóta aukinnar þjónustu og fjölbreyttara vöruúrvals en áður hafði þekkst. Þá breyttist uppgjörsfyrirkomulag til hins betra sem auðveldaði erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með skráð verðbréf hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.