Almennur afgreiðslutími kjarnakerfis verðbréfamiðstöðvarinnar er frá kl. 8:00 til 17:00 að íslenskum tíma.
DvP-fyrirmæli eru afgreidd í sex lotum á almennum afgreiðslutíma – kl. 9:15, 10:30, 11:45, 13:00, 14:00 og 15:20.
FoP-uppgjörsfyrirmæli eru gerð upp á þriggja mínútna fresti á almennum afgreiðslutíma. FoP-uppgjör eru framkvæmd til kl. 17:00.
Almennur afgreiðslutími kjarnakerfis verðbréfamiðstöðvarinnar er frá kl. 8:00 til 19:00 að austur-evrópskum tíma (EET) í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Uppgjör í TARGET2-Securities verðbréfaviðskiptakerfinu (T2S) í þessum löndum er framkvæmt samfellt á almennum afgreiðslutíma.
Fyrirmæli um afhendingu gegn greiðslu (DvP) eru gerð upp til kl. 17:00.
Fyrirmæli um uppgjör án greiðslu (FoP) eru gerð upp samfellt í rauntíma á almennum afgreiðslutíma. FoP-uppgjör eru framkvæmd til kl. 19:00 (EET).
Kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar eru opin til uppgjörs á afgreiðslutímanum. Verðbréfamiðstöðin annast engin uppgjör á eftirfarandi dögum á viðkomandi markaði: