Fáðu LEI kóðann þinn hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð

LEI kóði er alþjóðlegt auðkenni fyrir lögaðila sem gerð er krafa um í verðbréfaviðskiptum og á fjármálamörkuðum.

Nasdaq er viðurkenndur þjónustuaðili LEI kóða á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Þjónusta Nasdaq LEI

Þú getur sótt um, endurnýjað eða flutt þinn LEI kóða til Nasdaq.

Þegar þú hefur sent inn umsókn mun Nasdaq afgreiða nýjan LEI kóða innan þriggja virkra daga. Við látum þig vita þegar komið er að endurnýjun.

€79
+VSK
Umsókn

Gildistími LEI kóða er eitt ár

€69
+VSK
Endurnýjun

Endurnýja þarf LEI kóða árlega

Frítt
Flutningur á LEI kóða

Flytja LEI kóðann þinn til Nasdaq

Hvernig lítur LEI kóði út?

LEI kóði er 20 stafa kóði samsettur úr bók- og tölustöfum sem veitir skýra og einkvæma auðkenningu á lögaðilum sem taka þátt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

LEI kóðinn byggist á ISO staðli 17442.

LOU-auðkenni Auðkenni aðila Sannprófunarauðkenni
Algengar spurningar
1. Hver þarf LEI-kóða?

Öllum lögaðilum sem koma að fjármálaviðskiptum eða eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er skylt að hafa LEI-kóða.

 

2. Hvernig tengist LEI-kóði fjármálaviðskiptum?

LEI-kóðinn tengir lögaðila við lykilupplýsingar sem gera lögaðilum sem stunda viðskipti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum kleift að auðkenna sig með skýrum og einkvæmum hætti. Skylt er að nota LEI-kóðann við tilkynningar í samræmi við ýmis regluverk.

 

3. Hverjir þurfa LEI kóða?

Lögaðilum sem hlotið hafa réttindi til að veita fjárfestingarþjónustu ber að tilkynna eftirlitsstofnunum um fjármálaviðskipti viðskiptavina með því að nota LEI-kóðann. Ef lögaðilinn – viðskiptavinurinn – hefur ekki LEI-kóða er ekki hægt að uppfylla tilkynningaskylduna og þá verður ekki unnt að ganga frá viðskiptunum. LEI-kóðinn er notaður til að auðkenna samningsaðila viðskipta á fjármálamörkuðum víða um heim.

 

4. Hvers vegna er LEI-kóðinn nauðsynlegur?

The Legal Entity Identifier (LEI code) is a 20-digit, alphanumeric code that links business entities to key reference information to enable clear and unique identification of companies that participate in global financial markets. The LEI code is based on the ISO standard 17442 developed by the International Organization for Standardization.

 

5. Hver gefur út LEI-kóða?

Sérstakir útgefendur (e. Local Operating Units) sem viðurkenndir eru af alþjóðastofnuninni Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF) hafa með höndum að gefa út LEI-kóða. GLEIF stýrir framkvæmd LEI-útgáfuferlisins og tryggir samræmda staðla um allan heim innan hins alþjóðlega LEI-kerfis. Sérstök nefnd sem alþjóðlega ráðgjafarnefndin um fjármálastöðugleika (FSB) stofnaði og G-20 hópurinn samþykkti hefur yfirumsjón með kerfinu.

 

6. Þarf að greiða fyrir LEI-kóða?

Já, greiða þarf fyrir upphaflega útgáfu LEI-kóða og endurnýjun hans.

Verð:

  • Fyrir skráningu og útgáfu LEI-kóða: 79 evrur + VSK
  • Fyrir árlega endurnýjun LEI-kóða: 69 evrur + VSK
  • Yfirfærsla LEI-kóða til NasdaqLEI – ókeypis

 

7. Hvað gerist ef lögaðili hefur ekki gildan LEI-kóða?

Svo unnt sé að uppfylla tilkynningaskylduna á réttan hátt verður LEI-kóði lögaðila að vera í gildi. Kóðann þarf að endurnýja árlega. Fjármálastofnun ber að ganga úr skugga um að kóðinn sé í gildi áður en hann afgreiðir viðskipti.

Viltu gerast skráningaraðili fyrir LEI kóða?