Birt á 14.02.25

Þar sem arðgreiðslutímabilið á íslenska markaðnum er að hefjast, viljum við minna á að umsóknir fyrir arðgreiðslur í gegnum Nasdaq verðbréfamiðstöð, fara nú í gegnum þjónustugátt okkar, eServices.

Til að tryggja rétta og skjóta afgreiðslu arðs biðjum við útgefendur vinsamlegast um að gæta þess að eftirfarandi upplýsingar komi fram í tilkynningu um ákvörðun hluthafafundar:

  • Greiðsla á hlut (Div.ratio per hlut)
  • Arðleysisdagur (Ex-date, fyrsti dagur viðskipta án arðsréttinda)
  • Viðmiðunardagur (Record date, arður reiknaður m.v. stöðu í lok dags)
  • Greiðsludagur (Paydate)

Ef einungis er tiltekin upphæð arðgreiðslu en ekki greiðsla á hlut er hætta á að áætluð heildarupphæð verði ekki rétt vegna fjölda aukastafa í útreikningi, fjölda hluthafa og skiptingar nafnverðs. Mælum því eindregið með að útgefendur gefi út upplýsingar um greiðslu á hlut (að hámarki 8 aukastafir).

Einnig mælum við með að senda inn umsókn strax að loknum aðalfundi svo að aðgerð verði sem fyrst sýnileg í kerfum allra vörsluaðila.

Ef þig vantar aðgang að eServices þjónustugáttinni má senda beiðni um aðgang með því að senda póst á netfangið csd.iceland@nasdaq.com og við aðstoðum þig með hraði.