Published on 30.12.25
Nasdaq verðbréfamiðstöð býður upp á þjónustu fyrir útgefendur hlutabréfa sem gerir þeim kleift að útbúa og skila hlutafjármiðum á xml formi með auðveldum hætti til Ríkisskattstjóra í gegnum þjónustugátt okkar (eServices). Nú hafa bæst við skýrsluna upplýsingar um arðgreiðslur á árinu og útreikning á áætlaðri staðgreiðslu.
Þjónustan einfaldar ferlið við að skila hlutafjármiðum til muna og aðstoðar útgefendur við að standa við skyldur sínar tímanlega og á skilvirkan hátt. Í gegnum þjónustugáttina okkar (eServices) geta útgefendur sótt þegar tilbúna xml skýrslu með hlutafjármiðum fyrir síðastliðið ár, miðað við hlutafjáreign þann 31. desember. Áður en skýrslunni er skilað getur útgefandi hlaðið henni niður, skoðað innihald hennar og gert aðlaganir, ef þörf er á.
Skýrsla er loks send til RSK í gegnum þjónustugátt okkar (eServices), með því að nota RSK veflykil fagaðila.
Ef þú vilt nýta þér lausnina þá biðjum við þig um að senda okkur línu á netfangið csd.iceland@nasdaq.com eða heyra í okkur í síma 540 5500