Hvernig fer skráning hlutabréfa hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fram?

Skráning hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð auðveldar utanumhald hlutabréfa og eykur skilvirkni. Sæktu um skráningu með því að fylgja einföldu ferli sem lýst er hér fyrir neðan.

Öll eyðublöð vegna hlutabréfa má finna hér

Skráningarferli hlutabréfa:

01

Umsókn um ISIN-númer fyrir hlutabréf.

02

Eyðublað vegna viðurlagaskimunar (e. sanction screening), samþykktir félagsins, ákvörðun stjórnar, skráningarvottorð félagsins og upplýsingar um skipulag samstæðu, sé ekki um að ræða útgefanda þegar er viðskiptavinur.

03

Útgáfulýsing og útgáfusamningur til að skrá hlutabréf hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Hægt er að skila gögnum með eftirfarandi hætti:

Stafrænt undirrituð, með tölvupósti,

csd.iceland@nasdaq.com

Á skrifstofu okkar

Laugavegur 182, 105 Reykjavík, Ísland

Með bréfpósti

Laugavegur 182, 105 Reykjavík, Ísland

Hvað þarf að hafa í huga?

Eftir skráningu hlutabréfanna hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð veitum við ráðgjöf og þjónustu út líftíma þeirra. Vinsamlegast tilkynnið okkur um væntanlegar breytingar og fyrirtækjaaðgerðir svo við getum tryggt að upplýsingar ykkar haldist uppfærðar.

Dæmi um fyrirtækjaaðgerðir:

  • Breytingar á lögheiti
  • Hlutafjáraukning/Lækkun hlutafjár
  • Arðgreiðslur
  • Samruni/Yfirtaka
  • Útgáfa réttinda