Nasdaq verðbréfamiðstöð er aðili að Samtökum evrópskra verðbréfamiðstöðva (e. European Central Securities Depositories Association eða ECSDA). Tilgangur ECSDA er að bjóða upp á lausnir og ráðgjöf á alþjóðavettvangi um tæknileg, efnahagsleg, fjárhagsleg og eftirlitstengd málefni í því augnamiði að draga úr áhættu og auka skilvirkni vörslu og uppgjörs verðbréfa og tengdra greiðslna í Evrópu, í þágu útgefenda, fjárfesta og markaðsaðila.
Nasdaq verðbréfamiðstöð er aðili að Alþjóðasamtökunum um verðbréfaþjónustu (e. International Securities Services Association eða ISSA), sem hefur lögheimili í Sviss og starfar til stuðnings verðbréfaþjónustugeiranum. Á meðal aðila ISSA eru verðbréfamiðstöðvar, vörsluaðilar, tæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki í virðiskeðju verðbréfaþjónustu.
Með því að tengja saman aðila sína og auðvelda samvinnu veitir ISSA nauðsynlega forystu til að leiða fram breytingar í verðbréfaþjónustugeiranum. Áhersla er lögð á að finna framsæknar lausnir til að draga úr áhættu og bæta hagkvæmni og skilvirkni – allt frá útgefanda til fjárfestis – sem og að veita víðtæka forystu í hugmyndavinnu um framtíðarþróun geirans.
Nasdaq verðbréfamiðstöð er aðili að Alþjóðasamtökum opinberra skráningarstofnana auðkennisnúmera (e. Association of National Numbering Agencies eða ANNA). Fyrirtækið er opinber skráningarstofnun auðkennisnúmera í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Íslandi og hefur þannig heimild til að úthluta ISIN-númerum fyrir öll verðbréf sem eru gefin út í þessum löndum.
Hlutverk ANNA er að stuðla með virkum hætti að innleiðingu, viðhaldi og aðgangi að stöðlum um verðbréf og tengda fjármálagerninga á grundvelli samræmds og áreiðanlegs kerfis, í þágu heimamarkaða gerninganna og verðbréfageirans í heild. Skráning og viðhald alþjóðlegra staðla á vegum ANNA fer fram í samræmi við reglur sem Alþjóðlegu staðlasamtökin (ISO) setja.