Birt á 22.08.20

Í kjölfar sameiningar Nasdaq verðbréfamiðstöðvar við Nasdaq CSD sem tilkynnt var um þann 25. maí sl. hefur fyrirkomulagi varðandi vörslu á HFF verðbréfum sem gefin eru út í Clearstream verið breytt. Samhliða verður breyting á gjaldtöku vegna vörslu HFF verðbréfa. Vörsluþóknun vegna HFF verðbréfa verður þrepaskipt miðað við umfang í vörslu og mun miðast við nafnvirði í stað markaðsvirðis líkt og áður hefur verið. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi afturvirkt frá 1. júlí sl. og er aðgengileg hérna.

 

Það skal tekið fram að nýjar gjaldskrár fyrir þátttakendur og reikningsstofnanir annars vegar og útgefendur hins vegar munu taka gildi að lokinni innleiðingu á nýju verðbréfamiðstöðvakerfi þann 24. ágúst nk.

 

Markmið Nasdaq CSD á Íslandi er að styðja við útgefendur fjármálagerninga og þátttakendur að verðbréfamiðstöðinni og taka þátt í uppbyggingu á innlendum fjármálamarkaði en á sama tíma kappkosta að útvíkka þjónustuframboðið. Sameiningin við Nasdaq CSD mun gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum upp á ný tækifæri og nýjar vörur, en framundan eru spennandi tímar í starfsemi okkar sem munu hafa víðtæk áhrif til hins betra fyrir alla viðskiptavini okkar.

 

Vegna fyrirspurna um þjónustu Nasdaq CSD á Íslandi, gjaldskrá eða fyrirkomulag gjalda er velkomið að hafa samband við okkur í síma: 540-5500 og netfang: csd.iceland@nasdaq.com.