Birt á 05.02.24

Reykjavík/Vilníus/Riga/Tallinn/, 5. febrúar 2024 Nasdaq (NDAQ) tilkynnir að Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur sett á laggirnar nýja vefgátt, Nasdaq LEI. Nasdaq LEI er fyrir þá aðila sem þurfa LEI kóða (Legal Entity Identifier), alþjóðlegan og staðlaðan kóða sem auðkennir alla lögaðila sem taka þátt á innlendum sem erlendum fjármálamörkuðum.

 

„Notkun LEI-kóða hefur vaxið mikið á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa á fjármálamörkuðum.“, sagði Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. „Með Nasdaq LEI getum við nú boðið fyrirtækjum upp á einfaldari og áreiðanlegri leið til að hafa umsjón með LEI kóðanum sínum, en öllum lögaðilum sem taka þátt á fjármálamörkuðum er skylt að hafa LEI, þar með talið í verðbréfaviðskiptum.“

 

Á meðal þess sem Nasdaq LEI býður upp á er einfalt umsóknarferli fyrir félög með tengingu við fyrirtækjaskrá, innbyggðar áminningar um stöðu LEI kóðans og betri kjör með mismunandi áskriftarleiðum. Auk þess býður Nasdaq LEI upp á flutning á LEI kóðum án endurgjalds, sjálfkrafa tilkynningar til banka eða miðlara um LEI aðgerðir og rafrænt umboð til undirskriftar.

 

Þá geta fjármálafyrirtæki og aðrir milliliðir með einföldum hætti haft umsjón með LEI kóðum fyrir hönd viðskiptavina sinna, fengið rauntímaupplýsingar, skráð nýja kóða og endurnýjað og þannig uppfyllt lagalegar skyldur sínar. Fjármálafyrirtæki geta með einföldum hætti tengst vefgáttinni sem býður upp á API tengingu og notendavænt viðmót (GUI).

 

Nasdaq CSD er viðurkennt af alþjóðastofnuninni GLEIF (Global Legal Entity Identifier Foundation) sem þjónustuveitandi fyrir útgáfu og umsjón með LEI kóðum í 25 löndum, þar á meðal á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og í Eystrasaltslöndunum.

 

Lögaðilaauðkenni eða LEI kóði er einkvæmur 20 stafa kóði sem öllum lögaðilum sem taka þátt á fjármálamörkuðum (þ.m.t. verðbréfaviðskiptum) er skylt að hafa. LEI kóði auðveldar eftirlitsaðilum að bera kennsl á þá aðila sem eiga í verðbréfaviðskiptum með það markmið að tryggja öryggi í viðskiptum.

 

Um Nasdaq CSD
Nasdaq CSD rekur svæðisbundnar verðbréfamiðstöðvar í Eystrasaltsríkjunum og á Íslandi, Nasdaq verðbréfamiðstöð. Nasdaq CSD heldur m.a. utan um rafræna eignarskráningu, vörslu verðbréfa og framsal á þeim og býður upp á uppgjör og frágang viðskipta og aðra verðbréfaþjónustu af ýmsu tagi fyrir markaðsaðila í Eystrasaltsríkjunum og á Íslandi. Samstæðan er með yfir 70 milljarða evra í vörslu og þjónustar útgefendur og þátttakendur í Eystrasaltslöndunum og á Íslandi. Nasdaq CSD er með leyfi samkvæmt evrópsku CSDR verðbréfamiðstöðvalöggjöfinni og er undir eftirliti viðkomandi eftirlitsstofnana. Nasdaq er tengd við samevrópska T2S. Nasdaq CSD er hluti af Nasdaq Group. Nánari upplýsingar má finna á /iceland/is/

Um Nasdaq
Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er leiðandi alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki, sjóði, banka, miðlara og kauphallir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við leitumst við að bjóða upp á leiðandi lausnir sem bæta seljanleika, gagnsæi og heilindi í hinu alþjóðlega hagkerfi. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af markaðsgögnum, greiningartólum, hugbúnaði, kauphallartækni og viðskiptavinamiðaðri þjónustu sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að virkja viðskiptasýn sína af einurð. Til að fræðast meira um Nasdaq, tæknilausnir og starfsmöguleika, má nálgast frekari upplýsingar á LinkedIn, á X @Nasdaq eða á www.nasdaq.com.

 

Fjölmiðlasamskipti:
Kristín Jóhannsdóttir
kristin.johannsdottir@nasdaq.com
686 9836